Snjór í paradís – kilja
Snjór í paradís var ein mest selda bókin fyrir jólin 2023 og hlaut einróma lof. Meginstef þessarar áhrifamiklu bókar eru nánustu sambönd fólks; hjóna, foreldra og barna, elskhuga og vina; og hvernig hið leyndasta í lífi sérhvers manns, það sem hugur einn veit, getur breytt öllu komi það upp á yfirborðið.
Snjór í paradís er mögnuð bók um ást og von, blekkingu og afhjúpun, hliðarspor og heiðarleika.
Ólafur Jóhann Ólafsson hefur lengi verið einn ástsælasti rihöfundur þjóðarinnar og hafa bækur hans hrifið lesendur heima og erlendis. Baltasar Kormákur hefur nú gert kvikmynd eftir skáldsögu hans, Snertingu.
⭐️⭐️⭐️⭐️ Kristján Jóhann Jónsson, Morgunblaðið
„Sterk bók, maður sogast inn í andrúmsloft sagnanna. Ólafur gerir þetta mjög vel.“ Sunna Dís Másdóttir, Kiljan
„Harla gott, falleg kyrrð í textanum en átök undir niðri.“ Egill Helgason, Kiljan
„Formið leikur í höndum höfundar.“ Þorgeir Tryggvason, Kiljan
„Ein af bestu bókum Ólafs Jóhanns. Svakalega skemmtileg. Hvet fólk til að lesa hana.“ Gísli Marteinn Baldursson
„Auðugar sögur og örlátar á umhugsunarefni. Sögur sem búa lengi með lesanda.“ Silja Aðalsteinsdóttir
„Hver saga tekur mann inn í nýjan og spennandi heim. Sterkt en ljúft andrúmsloft í hverri sögu, þær eru mildar á yfirborðinu en undirtónninn er mjög sterkur. ... Nautn að lesa.“ Sirrý Arnardóttir