Nútíminn er trunta
Jennifer Egan

Nútíminn er trunta

Fullt verð 0 kr 0 kr

Sasha er stelsjúk og gengur til sálfræðings. Bennie borðar gull og lætur sig dreyma um sín yngri ár. Þegar hann þráði Alice sem þráði Scotty sem þráði Jocelyn sem stakk af með miðaldra plötuframleiðanda. Enginn þráði Rheu sem þráði Bennie.

Hvert þeirra fær sinn kafla í þessari bráðskemmtilegu skáldsögu sem kemur víða við. San Francisco, New York, Los Angeles, safarí í Afríku og listasöfn og fátækrahverfi í Napólí. En hver sem við erum og hvert sem við förum þá er nútíminn ævinlega óttaleg trunta.

Bókin fékk National Book Critics Circle Award árið 2010 og hin virtu Pulitzer-verðlaun árið 2011, auk þess sem hún hefur hlotið fjölmargar aðrar viðurkenningar í Bandaríkjunum, en sigurganga hennar er einstök.

Arnar Matthíasson íslenskaði.

,,Fullkomlega ævintýraleg … nýtt meistaraverk amerískra bókmennta.“ Time Magazine


Fleiri bækur