Morðleikir
100 auðveldar til ómögulegar gátur til að leysa með rökhugsun, leikni og ályktunarhæfni.
Hér gefst þér tækifæri til að slást í för með Ályktara Rökvíss og rannsaka morð. Í bókinni, sem er algjör nýjung, er að finna morðgátur sem þú átt að ráða, finna þann sem framdi ódæðisverkið – hvernig, hvar og hvers vegna!
Notaðu vísbendingar, yfirheyrslur og ályktanir til að fylla út í töflur og komast þannig að því hver sé sá seki. Á bak við allar þessar morðgátur býr leyndarmál sem ekki verður afhjúpað fyrr en þú hefur leyst þær allar.
Bókin er ríkulega myndskreytt, full af táknum og kortum, bráðfyndin og hlaðin launráðum. Morðleikir er ómissandi fyrir alla glæpaunnendur.
G. T. Karber ólst upp í smábæ í Arkansas í Bandaríkjunum og er sonur dómara og lögmanns. Hann lauk prófi í stærðfræði og enskum bókmenntum frá University of Arkansas og útskrifaðist síðan með MFA-gráðu frá University of Southern California. Sem aðalritari The Hollywood Mystery Society hefur hann skipulagt fjölda glæpaviðburða á Los Angeles-svæðinu. Morðleikir fer nú sannkallaða sigurför um heiminn.