Marrið í stiganum - ný
Eva Björg Ægisdóttir

Marrið í stiganum - ný

Fullt verð 3.500 kr 0 kr

Eva Björg Ægisdóttir hlaut spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sögu sína Marrið í stiganum en það eru Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson sem standa að verðlaununum í samstarfi við Veröld. Marrið í stiganum hlaut Gullrýtinginn í Bretlandi sem frumraun ársins.

Ung kona finnst myrt í fjörunni við Akranes. Hin látna reynist hafa búið sem barn í bænum en flutti skyndilega burt ásamt móður sinni. Lögreglukonan Elma, sem er nýflutt á Skagann, rannsakar málið ásamt samstarfsmönnum sínum. Upp á yfirborðið koma ýmis skuggaleg mál úr fortíðinni en Elma þarf líka að takast á við atburði í eigin lífi sem hröktu hana aftur heim á æskuslóðirnar.

Marrið í stiganum er fyrsta bók Evu Bjargar Ægisdóttur og bar handrit hennar sigur úr býtum í samkeppninni um Svartfuglinn, glæpasagnaverðlaun sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til í samvinnu við Veröld.


Fleiri bækur