Laxá í Aðaldal – Drottning norðursins
Steinar J. Lúðvíksson

Laxá í Aðaldal – Drottning norðursins

Fullt verð 15.999 kr 0 kr

Laxá í Aðaldal hefur verið kölluð drottning norðursins. Hún er rómuð fyrir fegurð og fisksæld og er ein af perlum íslenskrar náttúru. Hér rekur Steinar J. Lúðvíksson sögu veiða í ánni, segir frá frægum veiðimönnum og minna þekktum, og deilum um nýtingu hennar.

Þá fjallar hann um Laxárfélagið, upphaf þess, starfsemi og endalok, en félagið hafði meginhluta árinnar á leigu í áttatíu ár. Þannig er saga árinnar og félagsins samofin.

Laxá í Aðaldal – Drottning norðursins er ríkulega skreytt myndum, textinn er lifandi og læsilegur – sannkölluð glæsibók. Kjörgripur öllum þeim er stundað hafa stangveiði.

Það er líklegt að bókin Drottning norðursins verði til framtíðar eitt af höfuðverkum íslenskra veiðibókmennta.“ Eggert Skúlason, Sporðaköst á mbl.is

„Laxveiðibók sem sætir tíðindum ... Bókin er einstaklega vönduð í alla staði og Steinari J. Lúðvíkssyni til mikils sóma. Í stjörnugjöf verðskuldar hún fullt hús á alla mælikvarða.“ Helgi Magnússon, DV.is


Fleiri bækur