Konan í lestinni
Paula Hawkins

Konan í lestinni

Fullt verð 0 kr 0 kr
Rachel ferðast alltaf með sömu lest á morgnana. Og lestin stansar alltaf á sama ljósinu, fyrir aftan gömul íbúðarhús sem standa við lestarsporið. Rachel fer að finnast hún þekkja íbúana í einu húsanna. Hún kallar fólkið „Jess og Jason“. Líf þeirra virðist fullkomið, Rachel vildi svo sannarlega vera í þeirra sporum. En einn daginn sér hún skelfilegan atburð út um lestargluggann. Rachel skýrir lögreglunni frá málavöxtum og flækist inn í ófyrirsjáanlega atburðarás. Getur verið að inngrip hennar hafi bara orðið til ills?

 

 

„Paula Hawkins leikur sér að sjónarhornum og tímasetningum af mikilli fimi og skapar gríðarlega spennu og samúð með óvenjulegri aðalpersónu.“—The Guardian

 

„Frásögnin nær hæstum hæðum þegar ringulreiðin er algjör og hvorki lesandinn né höfundurinn virðast vita hvað sé raunverulega á seyði! “ – The Financial Times


Fleiri bækur