Metnaðarfullur aðstoðarmaður ráðherra verður fyrir netárás sem hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þróaðar símanjósnir og ný kynslóð tölvutækni gerir ósýnilegum óvinum hans auðvelt að leika sér með orðstír hans, æru og fyrirætlanir. Samstarfsmenn hans halda að sér höndum og það hriktir í stoðum fjölskyldunnar.
Úlfar Þormóðsson
Kafalda
Fullt verð
7.000 kr
Hér fer Úlfar Þormóðsson með lesandann um myrka ranghala stjórnkerfisins um leið og hann dregur upp sérlega minnisstæða mynd af embættismanni sem lifir sérkennilegu lífi – er í senn fórnarlamb og klókur og kaldur gerandi.
Eftir Úlfar Þormóðsson liggja fjölmargar bækur, bæði skáldverk og rit af öðru tagi. Kafalda er mögnuð saga sem einkennist af ferskleika og nýsköpun.