Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin
Yrsa Sigurðardóttir

Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin

Fullt verð 3.000 kr 0 kr

Hefðarkötturinn Alexander Sesar Loðvík Ramses Karlamagnús fimmtugasti og þriðji má búa við það að fólkið hans kallar hann Herra Bóbó. Og vill þvinga hann í megrun! Þegar hreinræktuð angóralæða að nafni Bella flytur svo í næsta hús þarf hann að sanna að hann sé líka af göfugum ættum.

Hann kynnist músinni Amelíu sem telur sig geta útvegað honum það sem hann vantar: ættbók. Og saman leggja þau upp í langferð. Við sögu koma meðal annars bolabíturinn Urriði, systkinin María og Jónatan, hjónin í næsta húsi sem eru alltaf að rífast og rækjuvinnsla sem ætlar aldrei að springa í loft upp.

Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin er fyrsta barnabók Yrsu Sigurðardóttur frá því að hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2003. Hér fer hún á kostum í sannkallaðri ærslasögu þar sem einstakur húmor hennar fær að njóta sín. Myndir Kristínar Sólar Ólafsdóttur auka enn á gildi þessarar skrautlegu og stórskemmtilegu sögu!

Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Dómnefnd um verðlaunin sagði í umsögn sinni: 
Heilsteypt og drepfyndin bók þar sem einstakt hugmyndaflug fær að blómstra. Óhefðbundinn sögumaður nýtur sín afar vel í bráðsniðugum lýsingum höfundar á tilfinningalífi hans og sýn á heiminn. Skemmtileg ærslasaga með klassískan boðskap um gildi sannrar vináttu. Einfaldar en stórskemmtilegar myndir falla vel að textanum og gera söguna enn betri.“

„Fyrst og fremst er þó hér á ferð fyndin og létt hasarsaga sem hægt er njóta í botn. Vonandi heldur Yrsa áfram að skrifa barnabækur. ... Spennandi og bráðfyndin barnabók um sérvitra köttinn Herra Bóbó og músina Amelíu.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️ Guðrún Baldvinsdóttirí Fréttablaðinu:

„Þótt sagan sé nokkuð einföld, þá er hún svo margslungin og bráðfyndin að ég hló margsinnis upphátt. ... Teikningarnar eru einfaldar og skemmtilegar og… margar! Það er einhver smámynd á hverri síðu sem dýpkar lestrarupplifunina, skapar eyjur í textahafinu og ýta enn frekar undir það hve bókin er ótrúlega fyndin. ... Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin er bráðfyndin bók um merkilegan kött, vináttuna og allt það sem skiptir máli í lífinu. Til dæmis mat. Bókin hentar fyrir alla sem hafa gaman af fyndnum sögum og skemmtilegri sýn á lífið, elska ketti (eða hata þá) og krökkum og fullorðnum frá 8 ára aldri.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 Katrín Lilja, lestrarklefinn.is

Eftir þetta leiðindaár er alveg nauðsynlegt að hlæja duglega og það má svo sannarlega gera með Herra Bóbó. Sagan er bráðfyndin og fjörug, full af skemmtilegum persónum og skrautlegum uppákomum. ... Á nánast hverri opnu má sjá einfaldar myndir í hálfgerðum myndasögustíl, á spássíum eða hálf felldar inn í textann. Myndirnar eru algerlega í takt við léttan og gamansaman tón sögunnar og bæði undirstrika og auka við húmorinn.“ María Bjarkadóttir, bokmenntaborgin.is


Fleiri bækur