Framúrskarandi vinkona
Elena Ferrante

Framúrskarandi vinkona

Fullt verð 2.500 kr 0 kr

Napólí-sögur Elenu Ferrante fara nú sannkallaða sigurför um heiminn.

Framúrskarandi vinkona segir frá vinkonunum Elenu og Lilu, uppvaxtarárum þeirra í alþýðlegu hverfi í Napólí, á sjötta áratugnum, þegar heimurinn er að taka miklum stakkaskiptum. Þetta er saga af vináttu, umbreytingum og lífsins gangi.

Elena Ferrante er einn vinsælasti höfundur Ítalíu um þessar mundir, og bækur hennar eru þýddar á ótal tungumál. Ferrante fer huldu höfði, hefur aldrei veitt viðtöl eða komið fram. Í bréfi til útgefanda síns hefur hún sagt að bækurnar tali fyrir sig sjálfar og þurfi hennar ekki lengur með.

Brynja Cortes Andrésardóttir þýddi úr ítölsku.

 

Framúrskarandi vinkona er stór í sniðum, heilland og skemmtilega mönnuð uppvaxtarsaga. – The New Yorker.

Smellið hér til að lesa fyrsta kafla bókarinnar.


Fleiri bækur