Fólk og flakk
Á ferðum sínum um landið kynntist Steingrímur J. Sigfússon ótölulegum fjölda fólks, jafnt samherjum sem andstæðingum í pólitík. Hér rifjar hann upp eftirminnilegar sögur frá þessum ferðum og af Alþingi en allar einkennast þær af hlýju og húmor.
Í bókinni sprettur fram fólk sem varð goðsögn í lifanda lífi og má þar nefna Stefán Jónsson – Stebba á löppinni, Starra og Jakobínu í Garði, Óla komma, Regínu Thorarensen og Alla ríka, svo nokkur séu nefnd. En Steingrímur rifjar líka upp skemmtilegar sögur af samferðamönnum á borð við Halldór Blöndal, Svavar Gestsson og Katrínu Jakobsdóttur.
Fólk og flakk er lifandi frásögn af veröld sem var, áður en farsímar og önnur nútímatæki einfölduðu öll samskipti; þegar landlínan, sendibréf, heimsóknir og fundir voru leiðin til að ná til fólks; þegar vísur flugu, menn tókust á í pontu en óku síðan saman á næstu samkomu í alls konar veðrum. Og maður var manns gaman.
„Skemmtileg!“ Jakob Snævar Ólafsson, DV.is