Ennþá ég
Louisa Clark er komin til New York og er fjarri kærasta sínum, Sam, sem býr í London. Hún fær starf sem aðstoðarmaður ungrar konu, Agnesar Gopnik, sem er gift eldri auðkýfingi. Agnes þarf að berjast gegn fordómum í undarlegum heimi hinna efnuðu – en Louisa kemst að því að hún á sér viðkvæmt leyndarmál.
Louisa kynnist Bandaríkjamanninum Josh sem hún heillast af. Kynnin af Josh hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér og sambandið við Sam er í uppnámi. Hún veit ekki hvað hún á að taka til bragðs en veit þó að hvað sem hún gerir mun það gjörbreyta lífi hennar.
Ennþá ég er sjálfstætt framhald bókanna Ég fremur en þú og Eftir að þú fórst sem hafa slegið rækilega í gegn út um allan heim. Fyndin, hlý og dramatísk saga um ást og ríkidæmi – og það sem skiptir máli í lífinu.
Herdís Magnea Hübner þýddi