Bieber og Botnrassa
Haraldur F. Gíslason

Bieber og Botnrassa

Fullt verð 3.990 kr 0 kr

Andrea, Elsa Lóa, Tandri og Stjúri komast heldur betur í feitt þegar þau sjá auglýsta hljómsveitarkeppni í Hörpu. Sigurvegarinn á möguleika á að fylgja sjálfum Justin Bieber á alheimstúr. Vandamálið er að krakkarnir í hljómsveitinni Botnrössu eru bara 12 og 13 ára – og svo situr mamma Andreu í fangelsi.

Þau fjögur eru staðráðin í að semja algjöran hittara fyrir keppnina – og líka að fá mömmu Andreu leysta úr haldi!

Bieber og Botnrassa er stórskemmtileg og hörkuspennandi saga um fríska krakka sem láta ekki smáatriðin vefjast fyrir sér!

Haraldur F. Gíslason stekkur hér fram sem frábær barna- og unglingabókahöfundur, en hann er þekktari sem trommuleikari í Botnleðju og Pollapönki

Hlustaðu á lagið með Botnrössu á YouTube


Fleiri bækur