Ættarfylgjan
Nina Wähä

Ættarfylgjan

Fullt verð 2.300 kr 0 kr

Hin skrautlega Toimi-fjölskylda býr í Tornedal, við nyrstu landamæri Finnlands og Svíþjóðar. Annie, elsta dóttirin sem býr í Stokkhólmi, verður ólétt og ákveður því að halda jólin með fjölskyldunni. Þar bíða hennar foreldrarnir Siri, ástrík en undirokuð móðir, og Pentti, harðskeyttur óyndismaður, og systkinin ellefu sem öll eru sérstæð, til dæmis gáfnaljósið Tarmo, hin umhyggjusama Helmi, Hirvo sem býr úti í skógi og talar við dýr, hinn undurfagri Valo ... En erfiðar ættarfylgjur og gamlar syndir hvíla yfir öllu og það er beygur í Annie því hún skynjar að tími uppgjörs er í vændum.

Ættarfylgjan er fjölskrúðug ættarsaga sem skrifuð er af sprúðlandi frásagnargleði en tekst um leið á við dýpri spurningar um innra líf persóna, svo að sorg og gleði vega salt í áhrifamikilli sögu.

Ættarfylgjan er 3. bók Nina Wähä. Sagan sló rækilega í gegn árið 2019, var tilfefnd til fjögurra helstu bókmenntaverðlauna Svía, þ.á.m. August-priset og hreppti Sveriges Radio Romanpris. Og varð líka ein af metsölubókum ársins.

Tinna Ásgeirsdóttir þýddi.Fleiri bækur