Yoko Ogawa
Yoko Ogawa er höfundur bókarinnar Ráðskonan og prófessorinn sem kom út í neonklúbbi Bjarts í byrjun júní 2013.
Yoko Ogawa fæddist í Okayama í Japan 1962. Fyrsta bók hennar kom út 1988 og síðan þá hefur hún skrifað fleiri en 20 bækur – skáldsögur og fræðirit. Ráðskonan og prófessorinn kom út 2003 og fékk verðlaun japanskra bóksala ári síðar.