Wolfgang Schiffer
Wolfgang Schiffer fæddist árið 1946 við í Lobberich við neðanvert Rínarfljót. Hann er helsti sendiherra íslenskrar ljóðlistar á þýsku og hefur í samstarfi við Jón Thor Gíslason þýtt bækur og ljóð fjölda íslenskra skálda. Árið 1991 hlaut Wolfgang hina íslensku fálkaorðu fyrir kynningu og útbreiðslu íslenskrar menningar á þýskri tungu. Þá hefur Wolfgang skrifað skáldsögur, ljóð og leikrit.