Sagan sem varð að segja
Þorfinnur Ómarsson og Ingimar H. Ingimarssoa

Sagan sem varð að segja

Fullt verð 0 kr 0 kr

Hvað gerir íslenskur eigandi drykkjaverksmiðju í Rússlandi þegar hann fréttir að landar hans og starfsmenn hafa yfirtekið verksmiðjuna og læst hann úti? Hvernig komst íslenskur arkitekt inn á gafl hjá æðstu ráðamönnum í St. Pétursborg skömmu eftir fall kommúnismans? Og hvað leiddi til þess að hann varð síðar umsvifamikill flugrekandi í samvinnu við Afríkumenn?

Líf Ingimars H. Ingimarssonar hefur verið ævintýri líkast en þar hafa skiptst á skin og skúrir, miklir sigrar og sárir ósigrar – jafnt í einkalífi og starfi.

Hér stíga fram á sviðið heimsþekktar persónur eins og Vladimír Pútín og Anatolí Sobchak, borgarstjóri í St. Pétursborg, en líka dularfullir karakterar í austur-þýska kommúnistaflokknum sem gátu opnað ýmsar óþekktar dyr – og kunnir íslenskir útrásarvíkingar gegna veigamiklum hlutverkum.

Ingimar H. Ingimarsson er fyrst nú tilbúinn til að segja sögu sína og skráir Þorfinnur Ómarsson hana af innsæi og þekkingu en hann er landskunnur fjölmiðlamaður.

Sagan sem varð að segja er 362 blaðsíður að lengd auk 32 myndasíðna. Helgi Hilmarsson braut um og hannaði innsíður og Jón Ásger sá um kápuhönnun. Bókin er prentuð í Odda.


Fleiri bækur