Myndin í speglinum
Ragnheiður Gestsdóttir

Myndin í speglinum

Fullt verð 1.499 kr 0 kr

Rúna er sannfærð um að hún sé bara ósköp venjuleg stelpa. Helga, 16 ára systir hennar, er aftur á móti að allra dómi sætust af öllum og best í öllu. Vorið sem Rúna fermist hefur hún um margt að hugsa en það virðist allt frekar léttvægt þegar hún kemst að því að Helga býr yfir háskalegu leyndarmáli.

 Rúna ákveður að taka málin í sínar hendur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og á sama tíma kynnist hún Darra sem spilar með henni í hljómsveit …

 Ragnheiður Gestsdóttir er meðal okkar fremstu barna- og unglingabókahöfunda og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar, m.a. Norrænu barnabókaverðlaunin og Sögusteininn, verðlaun IBBY á Íslandi.

 Myndin í speglinum er 157 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson sá um umbrot og hönnun innsíðna, Jón Ásgeir hannaði kápuna. Bókin er prentuð í Odda.


Fleiri bækur