Hagsýni og hamingja
Lára Ómarsdóttir

Hagsýni og hamingja

Fullt verð 990 kr 0 kr

Í bókinni Hagsýni og hamingja sýnir Lára Ómarsdóttir fréttakona fram á að ráðdeild í heimilishaldi þarf ekki að vera leiðinleg og með því að tileinka sér ákveðna hugsun og skipulag á fjármálum heimilisins verður hagsýnin þvert á móti gleðileg og gefandi. Í þessari áhugaverðu bók fjallar Lára um hvernig hægt er að endurskoða fjárhag og neyslu og spara tugi þúsunda í hverjum mánuði.

En áður en hafist er handa er nauðsynlegt að taka fyrst til í eigin huga – menn koma fáu í verk nema þeim takist að losna undan fargi neikvæðni og vanlíðunar.

Lára byggir bókina á eigin reynslu en hún varð fyrir nokkrum árum að takast á við efnahagslegt hrun heimilisins, ásamt eiginmanni og fimm börnum, í kjölfar þess að þau misstu bæði vinnuna. Þá er í bókinni að finna uppbyggilegar ráðleggingar um það hvernig hægt er bregðast við uppsögnum og hefja leit að nýju starfi. 

Hagsýni og hamingja er 112 blaðsíður að lengd. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu.


Fleiri bækur