Fölsk nóta
Ragnar Jónasson

Fölsk nóta

Fullt verð 2.490 kr 0 kr

Þegar Ari Þór Arason fær himinháan erlendan greiðslukortareikning sem hann kannast ekkert við tekur líf hans algjörum stakkaskiptum. Reikningurinn er nýlegur og virðist hafa átt að berast föður og alnafna Ara sem hvarf með dularfullum hætti mörgum árum fyrr, þegar Ari var barn að aldri. Hann ákveður að leita skýringa á þessum undarlega reikningi – og um leið heldur hann á vit fortíðarinnar í leit að sannleikanum um föður sinn. Hvers vegna hvarf hann sporlaust? Hvernig gat hann skilið eiginkonu og son eftir í einsemd og sorg? Hvar er hann niður kominn? Eða var hann kannski myrtur – og hver vildi hann þá feigan?

Ragnar Jónasson er ungur lögfræðingur sem hefur þýtt á annan tug bóka eftir Agöthu Christie en sendir hér frá sér sína fyrstu skáldsögu – spennusögu úr íslenskum veruleika. Óhætt er að segja að hér kveði við nýjan og eftirtektarverðan tón í íslenskum glæpasögum!

„Bók sem erfitt er að leggja frá sér. Hér kveður við nýjan tón í íslensku glæpasagnahljómkviðunni.“ – Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur

„Vel uppbyggð bók með spennandi ráðgátu. Flott frumraun.“ Guðríður Haraldsdóttir, ritstjóri Vikunnar

Fölsk nóta er 254 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu. Bókin er prentuð í Odda.


Fleiri bækur