Farandskuggar
Úlfar Þormóðsson

Farandskuggar

Fullt verð 2.699 kr 0 kr

„Er kannski nauðsynlegt að fórna draumum til þess að halda stundarfrið? Er það einasta ráðið? Hvers virði er þá sá friður? Hvað hlaust þú í skiptum fyrir þínar brostnu vonir?“ Svo segir í nýrri skáldsögu Úlfars Þormóðssonar, Farandskuggum, sem komin er út hjá Veröld. Þegar sonur reynir að stykkja saman ævi aldraðrar móður sinnar rekst hann á ýmsar hindranir. Þykk og þrúgandi þögn hefur legið yfir mörgu í lífi hennar og fjölskyldunnar – draumar og þrár hafa rekist illa í hörðum og miskunnarlausum veruleika.

Í sársaukafullu ferðalagi sonarins um ævi móður sinnar er hann þó ekki síður í leit að því sem mótaði hann sjálfan. Um leið er hér sögð saga heillar kynslóðar íslensks alþýðufólks – farandskuggum fyrri tíðar – í bók sem er í senn raunsæ og þrungin fegurð. Úlfar Þormóðsson hefur vakið mikla athygli fyrir sögulegar skáldsögur sínar. Í þessari grípandi og ágengu sögu sýnir hann á sér nýja hlið sem koma mun á óvart.

101 bls. 

„Frábær bók“ – Árni Matthíasson, Morgunblaðinu

„Dásamleg bók“ – Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra

„Ég er mjög hrifin af þessari bók … skrifuð af gríðarlegri einlægni.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

„“Hann hefur mjög fína, elskulega, ekki of ágenga nærveru, við móðurina sérstaklega. Mér finnst þetta vera prik fyrir hann að ná tökum á svona erfiðu formi. Mjög fallega gert.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Kiljunni


Fleiri bækur