Gott fólk
Valur Grettisson

Gott fólk

Fullt verð 990 kr 0 kr

Sölvi og Sara kynntust við ofbeldisfullar aðstæður. Þau kysstust fyrst á Austurvelli með lungun full af gasi.

Tveimur árum síðar banka tveir vinir Sölva upp á og birta honum bréf. Þar ber Sara hann þungum sökum og krefst þess að hann taki ábyrgð á framferði sínu.

Sölvi, sem áleit sig góðan og gildan þjóðfélagsþegn – hann hefur margoft starfað sem sjálfboðaliði – áttar sig á því að kannski er hann ekki hetjan heldur illmennið í sögunni.

Er hægt að beita ofbeldi án þess að átta sig á því? Er hægt að rétta yfir tilfinningalífinu? Og kannski er mikilvægasta spurningin þessi: Er hann góður?

 

Valur Grettisson er blaðamaður í Reykjavík. Þetta er hans fyrsta skáldsaga.

 

Í Guðanna bænum lesið þessa bók! 

 

Hér má nálgast fyrsta kaflann úr bókinni.