Fyrir augliti
Úlfar Þormóðsson

Fyrir augliti

Fullt verð 3.500 kr 0 kr

Dreymir blinda í myndum? Munu bækur koma út í framtíðinni? Hvað kostaði þriðja viðgerðin á bílnum? Hvað voru leigubílstjórarnir á kaffihúsinu eiginlega að ræða og skipti það einhverju máli? Svo er horft á fótbolta ytra eða með Skálkum heima. 

Allt eru þetta hugsanir og atburðir sem er að finna í 730 færslum í þessari óvenjulegu dagbók Úlfars Þormóðssonar sem hann hélt á árunum 2018 og 2019. Sviðið er miðbær Reykjavíkur og samfélag Íslendinga suður í höfum – en kannski mest andi Úlfars sem fer með lesendur í ferðalag um hugmyndir og atburði líðandi stundar, allt frá tíðindalausri ferð í matvörubúð til bréfaskipta við unga og efnilega rithöfunda. Margir koma við sögu og það er líka mikið lesið og skrifað.

Textinn er allt í senn, beittur, háskalegur, mjúkur og innilegur, og stílgaldur höfundar á það til að draga lesendur út í buskann og yfirgefa þá alsæla þar. 

Eftir Úlfar hefur komið út fjöldi bóka af öllu tagi þar sem hann fer oftar en ekki ótroðnar slóðir; hann er á margan hátt elsta ungskáld Íslands.


Fleiri bækur