Þorvaldur Kristinsson er fæddur árið 1950. Hann er bókmennta- og kynjafræðingur að mennt og á að baki langan feril á vettvangi bókaútgáfu, ritstarfa og mannréttindamála. Meðal ritverka frá hans hendi eru ævisögurnar Veistu ef þú vin átt – Minningar Aðalheiðar Hólm Spans, og Lárus Pálsson leikari en fyrir hana fékk hann Íslensku bókmenntaverðlaunin 2008.