Ómunatíð
Styrmir Gunnarsson

Ómunatíð

Fullt verð 1.990 kr 0 kr

„Ég kom heim til mín síðla dags þetta vor. Vissi að það var eitthvað að. Það var búið að draga gluggatjöld fyrir alla glugga. Konan mín æddi um íbúðina. Það mátti hvergi sjást ljósskíma. Hún var að verjast einhverju. Svo bráði af henni. Hún lagðist upp í rúm og sagði:

 „Varstu hræddur?“

 „Já, ég er hræddur,“ sagði ég.

 „Þetta er allt í lagi. Þetta er búið,“ sagði hún.

 Hún var nýorðin 25 ára. Ég þrítugur. Við áttum tvær dætur. Tveggja og hálfs árs og fimm mánaða gamlar.

 Þessa dagsstund breyttist líf okkar með óafturkallanlegum hætti.“ 

Þannig hefst saga Styrmis Gunnarssonar um sjúkdómsbaráttu eiginkonu hans og þau áhrif, sem veikindin hafa haft á líf fjölskyldu þeirra í meira en fjóra áratugi. Í þeirri glímu hafa skipst á skin og skúrir, dimmir dagar og glaðar stundir en geðveikin hefur ævinlega verið nálæg. Styrmir fjallar einnig um ólíkar aðferðir í geðlækningum og afleiðingar veikindanna fyrir þá sem næst standa, ekki síst börn geðsjúks foreldris.

Bókin fékk sérlega jákvæða dóma og kallaði fram sterk viðbrögð frá lesendum sem m.a. varð til þess að höfundurinn hefur bætt nýjum upplýsingum inn í textann.

 „Stór bók með brýnt erindi.“ *****  Þór Jónsson, Pressan.is

 „Stórmerkileg … tvímælalaust einhver mikilvægasta bók ársins.“ Hrafn Jökulsson, Viðskiptablaðinu

 „Djúpur sársauki … Hugvitsamlega smíðuð og fróðleg bók, skrifuð af sjaldséðri einlægni.“ **** Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, Fréttablaðinu

 Ómunatíð – Saga um geðveiki er 216 blaðsíður að lengd. Jón Ásgeir hannaði bókarkápu og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot og hönnun innsíðna. Bókin er prentuð í Odda.


Fleiri bækur