Kvöldið sem hún hvarf
Eva Björg Ægisdóttir

Kvöldið sem hún hvarf

Fullt verð 7.000 kr 0 kr

TILNEFND TIL BLÓÐDROPANS – ÍSLENSKU GLÆPASAGNAVERÐLAUNANNA!

Mannabein finnast á sveitabæ í Hvalfirði þar sem ekki hefur verið búið í hálfa öld. Hver kom þeim þar fyrir, hvers vegna — og hvenær? Ung einstæð móðir flytur á Akranes með ungan son sinn og fær leigða kjallaraíbúð hjá eldri manni sem virðist ekki allur þar sem hann er séður.

Lögreglukonan Embla, sem aðdáendur Evu Bjargar þekkja úr fyrri bókum hennar, fæst hér við flókið sakamál — um leið og hún grunar Sævar, sambýlismann sinn, um að leyna sig einhverju.

Kvöldið sem hún hvarf er margbrotin glæpasaga eftir einn helsta höfund okkar í þeirri grein. Eva Björg Ægisdóttir hlaut Íslensku glæpasagnaverðlaunin — Blóðdropann fyrir Heim fyrir myrkur. Bækur hennar koma nú út við miklar vinsældir bæði austan hafs og vestan. Meðal annars valdi Financial Times Strákar sem meiða eina af bestu glæpasögum sumarsins 2024.

„Í nýjustu bók sinni tekst Evu Björgu Ægisdóttur að skapa margslungna og áhrifamikla frásögn sem sker sig úr fjölda glæpasagna samtímans. Þetta er engin yfirborðskennd afþreyingarsaga heldur djúp sálfræðileg rannsókn sem heldur lesandanum í heljargreipum frá fyrstu síðu. ... Höfundurinn sýnir óvenjulega færni í að flétta saman persónulegu lífi Elmu og rannsókninni sjálfri, sem skapar spennu í gegnum alla frásögnina. Lesandinn er stöðugt að velta fyrir sér hver gæti verið sökudólgurinn ... Hver vendipunktur í sögunni kemur á óvart og Eva Björg nær alltaf að halda lesandanum við efnið án þess að grípa til ódýrra bragða. ... Sagan er sérstaklega áhrifamikil fyrir þá staðreynd að hún fer langt út fyrir hefðbundið form glæpasögunnar og verður að djúpri sálfræðilegri rannsókn ... Kvöldið sem hún hvarf sýnir glæpasöguna í sinni bestu mynd – sögu sem ekki aðeins heldur lesandanum spenntum heldur veltir einnig upp mikilvægum spurningum um mannlegt eðli og samfélagið í heild. Þetta er glæpasaga sem situr lengi í huganum, ekki vegna grófra lýsinga á glæpum heldur vegna þess hversu djúpt hún kafar í sálarlíf persónanna og þau flóknu tengsl sem mynda kjarna sögunnar.“ Victoria Bakshina, Lestrarklefinn

„Eva Björg Ægisdóttir hefur skrifað góðar glæpasögur og sú nýjasta, Kvöldið sem hún hvarf, er mikið meira en það.” ★★★★1/2 Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðið

Spennandi bók þar sem lögreglukonan Elma tekst á við flókið og marglaga sakamál. Glæpasagan fangar lesandann með vel útfærðri ráðgátu og djúpri persónusköpun sem dregur fram mannlega þætti í hörðum aðstæðum. Höfundurinn lýsir heimi sem er þrunginn óvissu og spennu, þar sem óvæntir vendipunktar halda lesandanum á tánum frá fyrstu síðu til hinnar síðustu.“ Umsögn dómnefnar um Blóðdropann – Íslensku glæpasagnaverðlaunin

Eva Björg er snillingur í að finna óvænta snúninga á sögufléttuna og hún leikur sér gjarnan að því að segja söguna frá nokkrum sjónarhornum sem síðan tengjast og renna saman í lokin. ... Flott bók hjá Evu Björgu.“ Steingerður Steinarsdóttir, lifdununa.is

„Er Eva Björg Ægisdóttir besti krimmahöfundur Íslands? Já, amk ein af þeim bestu. Góð persónusköpun og gott plott - sem skiptir auðvitað mestu máli. Las bókina á einu kvöldi sem segir sína sögu.“ Ragnhildur Vigfúsdóttir

„Gat ekki lagt hana frá mér fyrr en ég kláraði.“ Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

„Ein sterkasta bók Evu Bjargar til þessa. Plottið er gott og takturinn sömuleiðis. Spennustigið helst hátt sökum þess hve beygjurnar og sveigjurnar í framvindunni eru margar.“ Salka Guðmundsdóttir, Heimildin

„Ómögulegt að leggja hana frá sér.“ Dóra Júlía

„Nýjasta stjarnan í norrænum glæpasögum.“ Vogue

„Eva Björg er næsta stórstjarna á sviði íslenskrar glæpasagnagerðar.“ Jakob Bjarnar, vísir.is

„Elma er stórkostleg söguhetja.“ Sunday Time


Fleiri bækur