Úlfar Þormóðsson
        
        
          
          
          
          
              
          
          
        
      
    Hugvillingur
            Fullt verð
            
              3.500 kr
            
            
              Tilboðsverð
              
                6.000 kr
              
            
          
          
          
            Rithöfundur er að skrifa um trú og vantrú og furðurnar í lífi sínu þegar einkennileg skilaboð birtast á tölvuskjánum hans og farsíminn fer að haga sér undarlega. Skilaboðin eiga rætur sínar að rekja til háttsetts embættismanns er býr yfir upplýsingum um myrkraverk sem verið er að fremja innan stjórnkerfisins. Hann vill fá rithöfundinn til að rannsaka málið og gera það opinbert.
Hér sýnir Úlfar Þormóðsson á sér nýja hlið í bók sem er í senn lýsing á veröld sem var og manngerðum ógnum í nútímanum sem eru að fléttast inn í veruleika okkar. 
Eftir Úlfar liggur fjöldi skáldsagna og verka af ýmsu tagi sem öll bera þess merki að hann er óhræddur við að fara inn á ný svið  og nálgast sögu okkar og samtíð úr óvæntri átt.