Harry Potter og Fönixreglan
J.K. Rowling

Harry Potter og Fönixreglan

Fullt verð 4.000 kr 0 kr

Þegar tvær vitsugur ráðast á Harry og Dudley í sumarfríinu, og Harry þarf að koma fyrir dómstól galdramálaráðuneytisins í kjölfarið, gerir hann sér grein fyrir því að Voldemort og fylgdarlið hans mun svífast einskis til að ná völdum og knésetja hann. En óvænt aðstoð berst frá Fönix-reglunni, leynireglu sem starfar gegn hinum myrku öflum og hefur aðsetur á æskuheimili Siriusar Black, guðföður Harrys. Í Hogwarts er allt í uppnámi vegna yfirvofandi endurkomu Þess-sem-ekki-má-nefna og þegar nýi kennarinn í vörnum gegn myrku öflunum reynist óhæfur þurfa Harry, Hermione og Ron að taka til sinna ráða. Þau fá skólafélaga sína með sér í lið, meðal annars Cho Chang, sem vekur upp nýjar tilfinningar hjá Harry.

5. bókin um Harry Potter er hér komin með nýrri kápumynd.


Fleiri bækur