Góðir grannar
Ryan David Jahn

Góðir grannar

Fullt verð 990 kr 0 kr

Klukkan fjögur aðfaranótt 13. mars árið 1964 er ráðist á Katrinu Marino fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem hún býr. Hún er að koma heim af næturvakt. Fjölmargir nágrannar verða vitni að miskunnarlausri árásinni. En enginn kemur til hjálpar.

Sagan er byggð á sönnum atburðum, en árið 1964 var Kitty Genovese myrt í Queens í Bandaríkjunum: Þrjátíu og átta manns voru vitni að árásinni en enginn aðhafðist neitt. Síðar hafa sálfræðingar rannsakað þetta fyrirbrigði og gefið því heitið „hlutlaus áhorfandi.“

GÓÐIR GRANNAR er saga fórnarlambs, árásarmanns – og vitna, sem ekkert aðhafast.

 

„ … hvergi dauður punktur í þessari listilega fléttuðu sögu. Jahn tekst með mikilli útsjónarsemi að láta örlög persónanna snertast með beinum og óbeinum hætti þannig að úr verður samfelld heild…“                               

**** Morgunblaðið, 18. mars 2012, Karl Blöndal.

 

,, …hver persóna fyrir sig er meistaralega dregin.“

,,Jahn er þó slíkur fléttumeistari að nánast ógerlegt er að leggja bókina frá sér og hún heldur fyrir manni vöku lengi eftir að lestri lýkur.“

**** Fréttablaðið, 28. mars 2012, Friðrika Benónýsdóttir.

 

Þýðandi er Bjarni Jónsson.

Kápu hannaði Jón Ásgeir.


Fleiri bækur