Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir
        
        
          
          
          
          
              
            
          
          
        
      
    Franski spítalinn
            Fullt verð
            
              7.000 kr
            
            
              
              
            
          
          
          
            Febrúar 1989. Maður finnst látinn í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, draugalegu timburhúsi í niðurníðslu. Sunna, blaðamaður á Morgunblaðinu, fer austur til að grennslast fyrir um málið en bæjarbúar vilja lítið við hana tala og brátt fer hún að óttast um öryggi sitt og sinna nánustu.
Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson taka hér upp þráðinn frá Reykjavík sem varð mest selda bók ársins 2022. Hún hlaut mikið lof gagnrýnenda og var auk þess tilnefnd til Blóðdropans – Íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Reykjavík hefur komið út á fjölda tungumála og völdu New York Times og Kirkus Review hana sem eina af bestu glæpa sögum ársins 2023 í Bandaríkjunum.