Britt-Marie var hér
Fredrik Backman

Britt-Marie var hér

Fullt verð 0 kr 0 kr

Eftir 40 ára hamingjusnautt hjónaband leitar Britt-Marie út á vinnumarkaðinn. Umfangsmikil þekking hennar á skipulagi og snyrtimennsku í heimilishaldi, smámunasemi og þrjóska eru veganestið út í kaldan veruleikann í niðurníddu úthverfi þar sem hún fær starf á frístundaheimili fyrir börn og unglinga.

Fjarri þægindaramma sínum tekst Britt-Marie á við sérkennileg viðfangsefni í þessu framandi samfélagi og byrjar nýtt líf sem tekur óvænta stefnu.

Grátbrosleg saga eftir höfund Maður sem heitir Ove.

 

Britt-Marie var hér er 413 blaðsíður að lengd. Jón Daníelsson þýddi, Nils Olsson hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð í Odda.


Fleiri bækur