Fljót er nóttin dag að deyfa
Sigurður Óskarsson

Fljót er nóttin dag að deyfa

Fullt verð 3.990 kr 0 kr

Fljót er nóttin dag að deyfa hefur að geyma úrval vísna Sigurðar Óskarssonar í Krossanesi (1905-1995). Hann var landskunnur hagyrðingur og hestamaður á sinni tíð. Hér hefur loksins verið safnað saman völdum lausavísum hans frá ýmsum tímum. Sumar hafa birst í bókum og tímaritum en fæstar hafa áður komið á prent heldur vaðveist meðal vina og vandamanna.

 

Fljót er nóttin dag að deyfa

dimma færist yfir geim.

Undir Blesa skröltir skeifa

skyldi hún ekki tolla heim?

 

Útgáfuna önnuðust Sigurður Þorsteinsson og Pétur Már Ólafsson sem einnig ritar formála að bókinni.

 

Fljót er nóttin dag að deyfa er 74 blaðsíður að lengd. Kápan var hönnuð hjá Dynamo Reykjavík, Eyjólfur Jónsson braut bókina um en hún er prentuð í Leturprenti.