Sigurður Árni Þórðarson

Sigurður Árni Þórðarson hefur starfað sem prestur og fræðimaður og verið einn kunnasti kennimaður Íslendinga síðustu áratugi. 

Eftir stúdentspróf frá MR hóf hann nám í Noregi en lauk guðfræðinámi á Íslandi frá HÍ. Hann lauk doktorsprófi í guðfræði og hugmyndasögu frá Vanderbiltháskóla í Tennessee í Bandaríkjunum. Í doktorsritgerðinni skrifaði hann um myndmál í trúarhefð Íslendinga. Sigurður Árni hefur starfað sem rektor Skálholtsskóla, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, háskólakennari og verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu. Hann hefur verið prestur í Ásaprestakalli, Staðarfellsprestakalli, Neskirkju og Hallgrímskirkju.