Enginn ræður för
Runólfur Pálsson

Enginn ræður för

Fullt verð 2.499 kr 0 kr

Runólfur Ágústsson hafði verið atkvæðamikill rektor á Bifröst og frumkvöðull í að byggja upp nýtt háskólasamfélag á gamla varnarsvæðinu í Keflavík. Nú var komið að skuldadögum. Ef hann ætlaði sér að ná líkamlegri heilsu og andlegu jafnvægi yrði hann að snúa blaðinu við og breyta lífi sínu. Þá hefur ýmsum reynst vel að halda út í eyðimörkina. 

Enginn ræður för er reisubók manns sem heldur yfir þvera Ástralíu. Þar kynnist hann lífsháttum frumbyggja sem fyrrum voru skotnir á færi, horfist í augu við kengúru, keyrir niður kóalabjörn og gistir í neðanjarðarbæ. Hann fetar í fótspor Jörundar hundadagakonungs, finnur gröf hans – og hlustar á Ellý Vilhjálms í lúnu kassettutæki heima hjá fólki sem yfirgaf Ísland fyrir fjörutíu árum.

Reisubók Runólfs Ágústssonar er einlæg, áleitin og bráðfyndin lesning, uppfull af fróðleik um framandi slóðir. Þetta er heillandi frásögn manns sem fór yfir hálfan hnöttinn og fann þar fyrir sjálfan sig.

Enginn ræður för er 215 blaðsíður að lengd. Helgi Hilmarsson braut bókina um og Hildur Zoega hannaði kápu. Bókin er prentuð í Odda.