Hilma
Óskar Guðmundsson

Hilma

Fullt verð 2.999 kr 0 kr

Lögreglukonan Hilma fær til rannsóknar sjálfsvíg en málið tekur óvænta stefnu þegar hún tengir það þremur eldri dauðsföllum sem hafa verið afgreidd sem slys eða að viðomandi hafi stytt sér aldur. Öll eiga þessi mál rætur að rekja til atburðar sem átti sér stað fyrir meira en tveimur áratugum. Sjálf er Hilma skyndilega komin í æsilegt kapphlaup við tímann en harðsvíraður glæpamaður er á hælunum á henni. 

Óskar Guðmundsson kom með látum inn á íslenskan bókamarkað árið 2015 með þessari fyrstu skáldsögu sinni. Gagnrýnendur lofuðu Hilmu í hástert, hún var þaulsetin á metsölulistum og var að lokum valin besta glæpasaga ársins. Hún hefur verið uppseld en birtist hér í endurskoðaðri útgáfu.

****
„Hilma er með minnisstæðari karakterum sem íslenskir spennusagnahöfundar hafa galdrað fram.“ Kristjón Kormákur Guðjónsson, pressan.is

„Sannkölluð spennusaga.“ Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu

„Hilma er fagmannlega skrifuð saga, stíllinn er afar myndrænn og lifandi, atburðarásin hröð og spennandi ... flottur krimmi.“ Ágúst Borgþór Sverrisson, DV 

„Hilma er flottasta persóna sem ég hef lengi séð í íslenskum spennubókum.“ Hrafn Jökulsson

 


Fleiri bækur