Gunnar Birgisson – Ævisaga
Orri Páll Ormarsson

Gunnar Birgisson – Ævisaga

Fullt verð 3.899 kr 0 kr

Líf Gunnars Birgissonar hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hann ólst upp við lítil efni og var hálfgerður einstæðingur; átti fjölda hálfsystkina og uppeldissystkina en var meira og minna á eigin vegum frá unglingsaldri. Fljótlega kom í ljós að Gunnar er hamhleypa til verka, hann braust til mennta og þegar hann fann fjölina sína sem verkfræðingur og síðar stjórnmálamaður var fátt sem gat stöðvað hann.

Í þessari hressilegu og einlægu bók segir af skrautlegri fjölskyldusögu Gunnars en líka Dagsbrúnarverkamanninum sem varð umsvifamikill framkvæmdamaður og einn af forystumönnum atvinnurekenda í þjóðarsáttinni, átökum í pólitíkinni þar sem hann dregur ekkert undan – og ástinni sem hann fann á ljósum hesti á Hrauni í Ölfusi.

Bráðskemmtileg og fróðleg bók eftir Orra Pál Ormarsson sem sýnir svo ekki verður um villst að það er gott að lesa ævisögu!

Gunnar Birgisson – Ævisaga er 272 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Aðalsteinn Svanur Sigfússon hannaði kápu.