Spói – barnasaga
Ólafur Jóhann Sigurðsson

Spói – barnasaga

Fullt verð 0 kr 0 kr

Spói – barnasaga eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson er komin út í nýjumbúningi. Hann sendi bókina upphaflega frá sér árið 1962, hún hefur verið gefin út á fjölmörgumtungumálum en verið ófáanleg um langt árabil.

Hérsegir frá íslenskum spóa sem finnst fínna að kalla sjálfan sig Filippus aðhætti erlendra stórhöfðingja og þykist öðrum spóum gáfaðri og menntaðri. Hannleggur upp í mikla reisu til að finna sér konuefni við hæfi og hefst þákostuleg atburðarás!

Bókinaprýða myndir af íslenskum fuglum eftir Jón Baldur Hlíðberg og henni fylgirgeisladiskur þar sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona les söguna.

Á bókarkápuer vitnað í umsögn Andrésar Kristjánssonar í Tímanum frá árinu 1962 þar semsegir: „Þessi stutta en frábæra barnasaga er slíkurfeginsfengur, að manni hlýnar um hjartarætur … ljómandi gimsteinn.“

Ólafur Jóhann Sigurðsson (1918-1988) er meðalvirtustu rithöfunda þjóðarinnar á 20. öld. Hann er þekktastur fyrir skáldverksín fyrir fullorðna, bæði breiðar epískar skáldsögur og ljóð, en skrifaðieinnig fáeinar sögur fyrir yngri lesendur. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976, fyrstur Íslendingafyrir ljóðabækur sínar Að laufferjum og Að brunnum.

Jón Baldur Hlíðberg hefur málaðmyndir í fjölda bóka og má þar nefna stórvirkin Íslenskir fuglar, Íslensk spendýr og Íslenskir fiskar. Bækur sem hannhefur myndskreytt hafa hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga. Þá hefur Jónhlotið Verðlaun Hagþenkis fyrir vinnu sína.

Spóafylgir geisladiskur með sögunni í lestri Ólafíu Hrannar Jónsdóttur leikkonu.Ólafía Hrönn hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir frammistöðu sína á leiksviði, sjónvarpiog í bíómyndum, m.a. bæði Grímuna og Edduna.

Spói er 44 síður að lengd. Anna Cynthia Leplarhannaði kápu og útlit bókarinnar og braut hana um. Hún er prentuð í Odda. Gísli Helgason hjá Hljóðbók.is annaðist upptöku á lestri sögunnar. 


Fleiri bækur