Ólafur Jóhann Ólafsson

Ólafur Jóhann Ólafsson

Ólafur Jóhann Ólafsson sendi frá sér sína fyrstu bók árið 1986, smásagnasafnið Níu lykla. Í kjölfarið fylgdu skáldsögurnar Markaðstorg guðanna, Fyrirgefning syndanna, Sniglaveislan, Lávarður heims, Slóð fiðrildanna, Höll minninganna, Sakleysingjarnir og Málverkið. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006 fyrir smásagnasafnið Aldingarðinn, auk þess sem ein sagan, „Apríl“, hlaut O. Henry verðlaunin í Bandaríkjunum árið 2008.

Bækur Ólafs Jóhanns í tímaröð:
Níu lyklar (1986)
Markaðstorg guðanna (1988)
Fyrirgefning syndanna (1991)
Sniglaveislan (1994)
Lávarður heims (1996)
Slóð fiðrildanna (1999)
Höll minninganna (2001)
Sakleysingjarnir (2004)
Aldingarðurinn (2006)
Málverkið (2011)
Almanakið (2015)
Endurkoman (2015)
Sakramentið (2017)
Innflytjandinn (2019)
Snerting (2020)