Hringnum lokað
Michael Ridpath

Hringnum lokað

Fullt verð 0 kr 0 kr

Prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands telur sig hafa fundið handrit að Íslendingasögu sem menn töldu glatað en sagan á meðal annars að hafa veitt höfundi Hringadróttinssögu innblástur. Skömmu síðar finnst hann látinn í Þingvallavatni.

Magnús Jónsson, rannsóknarlögreglumaður í Boston, er á flótta undan harðsvíruðu glæpagengi og leitar skjóls á Íslandi en hann hefur ekki komið til landsins í tvo áratugi. Hér dregst hann inn í rannsókn á láti prófessorsins, ásamt því að takast á við drauga fortíðarinnar – og mennina sem vilja hann feigan.

Michael Ridpath hefur sent frá sér fjölmargar spennusögur sem selst hafa í stórum upplögum víða um lönd. Hann fer nýjar leiðir í þessari alþjóðlegu metsölubók um íslenskan lögreglumann og grefur sig ofan í sögu og samtíma Íslendinga í mögnuðum trylli sem lesandinn leggur ekki frá sér fyrr en á síðustu blaðsíðu.

„Glæsilega gert, Michael Ridpath … frábært sambland af morðgátu, goðsögn og nútímaglæpum.“ The Times

„Frábærlega skemmtilegur tryllir … Michael Ridpath hefur enn einu sinni slegið í gegn.“ Shots

„Lipurlega skrifuð spennusaga sem nýtir sér höfundarverk Tolkiens á snjallan hátt. Góð persónusköpun og Íslandi eftir hrunið lýst með glöggu gestsauga.“ Ármann Jakobsson, dósent í íslensku

Þórdís Gísladóttir þýddi bókina.

Hringnum lokað er 349 blaðsíður að lengd. Helgi Hilmarsson braut bókina um og Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu. Bókin er prentuð í Odda.


Fleiri bækur