Lena Andersson

Lena Andersson

Lena Andersson er fædd 1970 og er fyrrverandi keppnismanneskja á skíðum sem hætti að keppa vegna þess að henni fannst líf sem snerist um sífellda keppni verða innantómt og óáhugvert til lengdar. Hún skrifar reglulega bókmenntagagnrýni og pistla í sænska dagblaðið Dagens nyheter og þykir oft glögg á það sem hæst er ber í menningar- og samfélagsmálum hverju sinni.

Í Leyfisleysi er hennar sjötta bók og vakti sumpart óvænta athygli í Svíþjóð þegar hún. Fyrsta prentun seldist upp á örfáum dögum. Lena hafði áður skrifað fimm bækur, sú fyrsta, Var det bra så, kom út 1999 og fékk ágæta dóma en síðan hafa bækur hennar ekki vakið mikla athygli nema í þröngum hópi. Í leyfisleysi fékk síðan Augustverðlaunin sem skáldsaga ársins 2013 og fleiri verðlaun fylgdu í kjölfarið og bókin hefur setið á sænskum metsölulistum síðan. Þetta er svolítið skemmtilegt í ljósi þess að höfundurinn segist sjálf almennt forðast metsölubækur því þær sem hún hafi lesið séu næstum undantekningarlaust fremur slakar bókmenntir.