Vöggudýrabær
Kristján Hrafn Guðmundsson

Vöggudýrabær

Fullt verð 3.900 kr Tilboðsverð 5.800 kr

Vöggudýrabær er skáldleg umfjöllun um þær konur sem nauðbeygðar sendu afkvæmi sín á vöggustofur og þau börn sem þar voru vistuð framan af barnæskunni.

Kristján Hrafn Guðmundsson yrkir hér af skáldlegu innsæi, húmor og þekkingu um hlutskipti móður sinnar og ömmu og bregður um leið birtu á þjóðfélag þessara tíma og tíðaranda.

„Sem hvítvoðungur kom hún í húsið kalda, þar sem tilfinningar þóttu tabú, hlýju var vísað á dyr, alúð var afskrifuð.

Afplánun tók tvö ár. Afleiðingar stóðu ævina á enda.

Hvað gerðist þessi ár veit mamma ekki. Hvað gerðist vegna þessara ára veit mamma vel.“

„Vöggudýrabær segir áhrifaríka og marglaga sögu; auk þess að fjalla um lífstíðarafleiðingar vanrækslu fjallar höfundur um ójafna stöðu kynjanna, þar sem karlar komust upp með að firra sig ábyrgð sem  konur máttu bera einar.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️ Soffía Auður Birgisdóttir, Heimildin

„Vöggudýrabær segir átakanlega og afar persónulega sögu sem Kristján Hrafn hefur valið athyglisvert og áhrifaríkt form.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️ Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðið

„Mögnuð.“ Egill Helgason, Kiljan

Bók Kristjáns Hrafns er verðugt innlegg inn í þessa umræðu [um vöggustofur] en það áhugaverðasta við hana er hversu framúrstefnuleg og tilraunakennd hún er ... Kristján leikur sér með ljóðahefðina og flakkar oft á milli stíla ...Vöggudýrabær er því sannkölluð kynslóðasaga þar sem harmur lífsins birtist okkur ljóslifandi í sterku ljóðmáli. Bókin er óvenjuleg og tilraunakennd og þótt höfundur seilist stundum í húmor og absúrdisma í textum sínum þá er Vöggudýrabær fyrst og fremst sláandi lýsing á þeim mikla skaða sem vöggustofur hafa valdið á íslensku samfélagi.“ Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, Són – tímarit um ljóðlist og óðfræði, 2023