Ég færi þér fjöll
Kristín Marja Baldursdóttir

Ég færi þér fjöll

Fullt verð 7.000 kr 0 kr

Manuel er kominn til Íslands þar sem hann hefur leigt herbergi hjá eldri hjónum. Á sama tíma er Sigyn á leið til Spánar. Ferðalög þeirra virðast í fyrstu ótengd og tilviljunum orpin – eða hvað? Eftir því sem sögunni vindur fram kemur í ljós að ekkert er sem sýnist og fortíðin lifnar við. Ný saga frá höfundi Karítas án titils.

Ég færi þér fjöll er áleitin og sterk skáldsaga um mátt ástarinnar – og magnleysi, um tilviljanir og hvernig stundarákvarðanir draga dilk á eftir sér; og ekki síst að ekkert er jafnflókið og tilfinningalíf manneskjunnar.

Kristín Marja Baldursdóttir er einn vinsælasti rithöfundur landsins. Hún sló í gegn með fyrstu skáldsögu sinni Mávahlátur og með bókunum Karítas án titils og Óreiða á striga eignaðist hún stóran hóp lesenda og aðdáenda, enda eru þær í hópi dáðustu skáldsagna aldarinnar og löngu orðnar sígildar.

„Stór og mikill skáldsagnahöfundur, örugglega einn okkar besti.“ Sverrir Norland, Kiljan

Ástarsaga allan tímann.“ Kristján Jóhann Jónsson, Morgunblaðið

„Ég mæli með að bókin sé lesin tvisvar.“ Soffía Auður Birgisdóttir, Rás 1

„Ein af okkar merkustu rithöfundum.“ Jana Hjörvar, Lestrarklefinn.is