Dauðinn og mörgæsin
Andrej Kúrkov

Dauðinn og mörgæsin

Fullt verð 2.500 kr Tilboðsverð 3.800 kr

Andrej Kúrkov er einn frægasti höfundur Úkraínu. Dauðinn og mörgæsin skaut honum upp á stjörnuhimin heimsbókmenntanna og hefur verið þýdd á hátt í fjörutíu tungumál. Hún kom fyrst út á íslensku árið 2005 en er nú endurútgefin.

Sögusviðið er Úkraína eftir að Sovétríkin hafa liðast í sundur. Viktor, lánlaus og hæglátur rithöfundur, býr í lítilli blokkaríbúð ásamt þunglyndri mörgæs sem hann hefur tekið í fóstur af fjárvana dýragarði Kíev. Dag nokkurn er hann ráðinn í lausamennsku við dagblað til að skrifa minningargreinar um mikilsháttar menn í samfélaginu sem blaðið vill hafa til taks þegar viðkomandi hrekkur upp af. Skyndilega virðist veröldin brosa við Viktori. En eftir því sem dagarnir líða flækist heimilislíf hans meira og meira, auk þess sem starf hans á blaðinu hefur ýmislegt miður heppilegt í för með sér.

Áslaug Agnarsdóttir þýddi úr rússnesku.


Fleiri bækur