John Steinbeck
Mýs og menn
Fullt verð
0 kr
Mýs og menn eftir John Steinbeck er einhver kunnasta skáldsaga 20. aldar og hefur hún fengið einróma lof um víða veröld. Hún hefur ekki áður komið út í kilju á íslensku. Hún birtist hér í sígildri þýðingu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar með formála eftir Einar Kárason.
Mýs og menn fjallar um farandverkamennina Georg og Lenna og draum þeirra um að eignast jarðarskika með svolitlu húsi. Lenni er risastór og einfaldur rumur; Georg gætir Lenna eins og bróður síns og bjargar þeim iðulega úr vandræðum. Þeir ráða sig á stóran búgarð og draumurinn virðist loksins ætla að rætast en þá breytist allt.
Times Literary Supplement kallaði Mýs og menn „meistaraverk“, gagnrýnandi Chicago Tribune lét svo um mælt að hér blandaðist saman „miskunnarleysi og viðkvæmni á sérkennilega hrífandi hátt,“ í umsögn New York Times ritaði að þetta væri „spennandi saga“ sem þú legðir ekki frá þér fyrr en þú hefðir lokið henni. Breski rithöfundurinn Nick Hornby sagði einfaldlega að Mýs og menn væri „fullkomin skáldsaga“.
Skáldsagan Mýs og menn kom upphaflega út árið 1937 og sex árum síðar hafði Ólafur Jóhann Sigurðsson, þá aðeins 25 ára að aldri, snúið henni á íslensku. Hann endurskoðaði þýðinguna fyrir aðra útgáfu árið 1984 og er sú gerð sögunnar gefin út nú. Mýs og menn hefur margsinnis verið kvikmynduð og sett á svið.
Mýs og menn fjallar um farandverkamennina Georg og Lenna og draum þeirra um að eignast jarðarskika með svolitlu húsi. Lenni er risastór og einfaldur rumur; Georg gætir Lenna eins og bróður síns og bjargar þeim iðulega úr vandræðum. Þeir ráða sig á stóran búgarð og draumurinn virðist loksins ætla að rætast en þá breytist allt.
Times Literary Supplement kallaði Mýs og menn „meistaraverk“, gagnrýnandi Chicago Tribune lét svo um mælt að hér blandaðist saman „miskunnarleysi og viðkvæmni á sérkennilega hrífandi hátt,“ í umsögn New York Times ritaði að þetta væri „spennandi saga“ sem þú legðir ekki frá þér fyrr en þú hefðir lokið henni. Breski rithöfundurinn Nick Hornby sagði einfaldlega að Mýs og menn væri „fullkomin skáldsaga“.
Skáldsagan Mýs og menn kom upphaflega út árið 1937 og sex árum síðar hafði Ólafur Jóhann Sigurðsson, þá aðeins 25 ára að aldri, snúið henni á íslensku. Hann endurskoðaði þýðinguna fyrir aðra útgáfu árið 1984 og er sú gerð sögunnar gefin út nú. Mýs og menn hefur margsinnis verið kvikmynduð og sett á svið.