Beðið fyrir brottnumdum
Jennifer Clement

Beðið fyrir brottnumdum

Fullt verð 1.990 kr 0 kr

Áhrifamikil saga um það að elska og lifa af.

Í fjöllunum í Guerrero-héraði í Mexíkó er hættulegt að vera stúlka. Mæður dulbúa dætur sem syni, klippa hár þeirra stutt og sverta í þeim tennurnar, til þess að forða þeim frá klóm eiturlyfjasalanna sem öllu ráða.

Ladydi Garcia Martinez er viljasterk, sniðug og klár. Ladydi og vinkonur hennar láta sig dreyma um bjartari framtíð, þær standa saman og finna stöðugt eitthvað til að gleðjast yfir í hörðum heimi. Hún er ráðin sem barnfóstra hjá ríkri fjölskyldu í Acapulco og kynnist þar ástinni. En ógnir eiturlyfjasalanna eru skammt undan.

Þýðandi er Ingunn Snædal

 

„Heillandi og átakanlega falleg skáldsaga.“ Yann Martel, höfundur Sögunnar af Pí

„Falleg og hjartaskerandi.“  Wall Street Journal

„Eldfjörug skáldsaga en um leið  afar áhrifamikill óður til kvenpersóna bókarinnar, um lífsgleði þeirra og tryggð, vináttu, ástríður og ást – en líka um mátt skáldskaparins.” New York Times