Sólarhringl
Hér er samband Íslendingsins við heimkynni sín skoðuð. Hvernig er best að skafa af bílnum? Hvenær er óhætt að setja sumarblómin út? Er lífið kannski betra á Kanaríeyjum? Hversdagurinn, fornsögurnar, forsælubæir, reikular árstíðir og suðið á eyjunni bláu. Allt er þetta samfléttað daglegu lífi og minningum höfundar svo nálgunin er í senn bæði almenn og einstaklega persónuleg.
Huldar Breiðfjörð segir frá á látlausan og jarðbundinn en íhugulan hátt og hrífur lesandann með sér í ferðalag í leit að upplifunum og einhvers konar svari við spurningunni um hvað það er að vera Íslendingur.
„Bókin er einstaklega vel heppnuð og kom skemmtilega á óvart“ ⭐️⭐️⭐️⭐️
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, Morgunblaðinu
„Huldar hlustar á hjartað. Þannig skrifar hann. Það gera ekki allir. Það er styrkur hans.“ Eiríkur Guðmundsson rithöfundur og bókmenntafræðingur
„Vel stíluð og húmorinn lágstemmdur ... forvitnileg og grínaktug athugun á Íslendingum.“ Gauti Kristmannsson, Víðsjá/ RUV