Fásinna
Horacio Castellanos Moya

Fásinna

Fullt verð 990 kr 0 kr

„Ég er ekki andlega heill, hljóðaði setningin sem ég undirstrikaði með gula merkipennanum, setningin sem ég gekk svo langt að hreinrita í mína eigin persónulegu minnisbók, því þetta var ekki bara hver önnur setning, hvað þá afmarkað tilvik, öðru nær …“

Þannig hefst frásögn manns sem hefur fengið það verkefni að prófarkalesa ellefu hundruð síðna skýrslu um þjóðarmorð á frumbyggjum í ónefndu ríki í Mið-Ameríku, manns sem við þann starfa er ýmist drukkinn eða heltekinn kynórum, kolómögulegur, taugaveiklaður og veiklundaður.

Horacio Castellanos Moya, er einn helsti höfundur Rómönsku-Ameríku nú um stundir. Hann er höfundur af nýrri kynslóð sem þorir að sýna sanna mynd af álfunni, í beinni andstöðu við landkynningarmærð töfraraunsæisins, höfundur sem hefur verið sagður búa yfir hárbeittum og gráleitum húmor, ekki ósvipað og kvikmyndir Buster Keaton eða tímasprengja.

Hvað er svona óhugnanlega fyndið við mann sem vinnur að skýrslu um þjóðarmorð? Hvernig er hægt að láta saman fara voðaverk og gráleitan húmor? Nema kannski ef raunveruleikinn spilar inn í. Þeir atburðir sem hér er koma við sögu kunna að vera sannari en margan grunar.

Hermann Stefánsson þýddi.