Hjartsláttur
Hjálmar Jónsson

Hjartsláttur

Fullt verð 0 kr 0 kr

Séra Hjálmar Jónsson hefur lifað dramatísku lífi. Bernska hans í Biskupstungum og Eyjafirði var full af andstæðum; þar voru bæði einstæðingar á örreitiskotum og skrautleg athafnaskáld, faðir hans flugkappi menntaður vestur í Ameríku en móðir hans sveitastúlka sem undi sér hvergi betur en í túninu heima. Vinnubrögðin voru eins og aftan úr fornöld en síðan var þeim kippt inn í vélvæðingu nútímans.

Hjálmar lýsir í ævisögu sinni glímunni við Guð, prestskap í Húnavatnssýslu, Skagafirði og í Reykjavík, fjallar um eftirminnileg ár á Alþingi og segir frá ýmsu sem þar gerðist að tjaldabaki. Þá greinir hann frá tildrögum þess að hann sagði skilið við stjórnmálin og gerðist dómkirkjuprestur. Og að sjálfsögðu fylgir með ógrynni af landsfrægum vísum hans. 

Saga Hjálmars Jónssonar er full af húmor og gleði en hann hefur líka kynnst myrkari hliðum tilverunnar, bæði í lífi og starfi. Hrífandi bók sem vekur lesandann til umhugsunar um hinstu rök tilverunnar – en kveikir líka bros.

Hjartsláttur er 256 blaðsíður að lengd, auk 24 myndasíðna. Helgi Hilmarsson braut bókina um og Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu.
Bókin er prentuð í Oddaa