Rosie-verkefnið
Graeme Simsion

Rosie-verkefnið

Fullt verð 990 kr 0 kr

Söguhetjan Don Tillman ætlar að kvænast. Hann veit bara ekki hverri. En það er margsannað að kvæntum karlmönnum farnast betur, svo þetta er einfaldlega verkefni sem þarf að leysa. Hann útbýr nákvæman, mjög nákvæman, spurningalista, til að auðvelda sér valið.

Rosie fellur strax á prófinu: óstundvís grænmetisæta sem reykir og drekkur. Klárlega ekki hans týpa.

Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.

 

„Don Tillman er mest heillandi, hrífandi og töfrandi persóna sem ég hef lengi hitt.“ – The Times.

„Bráðfyndin saga af kostulegu ástarsambandi, með hjartaskerandi sviptingum.“ – Easy Living.

„Fyndin, hrífandi og tær, dásamlegur flótti á vit dagdrauma.“ – Independent.

„Auðlesin og skemmtileg saga, fullkomin hreinskilni Dons í bland við tilfinningablindu kemur manni hvað eftir annað til að hlæja.“ – Evening Standard.

http://pages.simonandschuster.com/therosieproject