Hefndarþorsti eftir Michael Ridpath er alþjóðleg spennusaga sem gerist á Íslandi. Þar sem allir þekkja alla er auðvelt að búa til lista yfir þá sem bera ábyrgð á hrakförum heillar þjóðar – og strika þá síðan út einn af öðrum … Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar finnst ungur íslenskur bankastjórnandi látinn og nokkrum mánuðum síðar er íslenskur bankastjóri myrtur í London. Lögreglumaðurinn Magnús Jonsson, sem búið hefur lungann úr ævi sinni í Bandaríkjunum, fær það hlutverk að rannsaka þessi sérstæðu dauðsföll. Er þetta hefnd fórnarlamba bankahrunsins? Á sama tíma leita gamlir glæpir Magnús uppi og óþægilegar minningar frá harðneskjulegum æskuárum á Íslandi lifna við.
Hefndarþorsti er önnur spennusaga breska metsöluhöfundarins Michaels Ridpath sem gerist á Íslandi. Sú fyrri, Hringnum lokað, hlaut mikið lof gagnrýnenda, hérlendis sem erlendis.
„Hefndarþorsti grípur mann heljartökum, er sérlega vel skrifuð bók. Mæli eindregið með henni.“ – Euro Crime
Hefndarþorsti er 399 blaðsíður að lengd. Jón Ásgeir hannaði kápu.