Gatið
Umsvifamikill fjárfestir finnst látinn í Gálgahrauni, á hinum forna aftökustað sem blasir við frá Bessastöðum. Barnaverndaryfirvöldum í Reykjavík er tilkynnt um lítinn dreng sem er aleinn og yfirgefinn í ókunnugri íbúð. Og fjórir vinir óttast að leyndarmál þeirra verði afhjúpað.
Huldar lögreglumaður og sálfræðingurinn Freyja sem eru lesendum Yrsu að góðu kunn stíga hér aftur fram í magnaðri glæpasögu sem talar beint inn í samtímann. Gatið var ein söluhæsta bók ársins 2017 og hlaut mikið lof gagnrýnenda.
★★★★
„Yrsa er með puttann á púlsinum ... Gatið er vel skrifuð og úthugsuð glæpasaga og um leið glettin ádeila á hvernig tekið er á málefnum sem brenna á fólki um þessar mundir.“ Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu
★★★★
„Dásamleg mennska og daglegt líf í bland við spennandi ráðgátu gera Gatið að sérdeilis vel heppnaðri spennusögu og ekki má gleyma launfyndninni sem aldrei er langt undan. ... Spennandi, vel fléttuð og skrifuð glæpasaga sem tæpir á knýjandi málum í samtímanum.“ Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðinu
„Gatið markar ákveðin skil í höfundarverk Yrsu og sýnir hvernig hún leitast við að þróa formið.“ Vera Knútsdóttir, bokmenntir.is